Quotes by Guðjón E. Hreinberg

Guðjón E. Hreinberg

Við erum vön að tengja mistök við sjálfsásökun.
 
99.99999% efnisins er tómarúm. Fjarlægðir í geimnum eru mældar með ljósbrotum. Tunglferjan er fjóra daga en ljósið fjórar sekúndur. Atómin eru smíðuð úr ljóseindum og afmörkuð með ósýnilegri rafeind. Aðeins eitt ríki kemst fyrir á landinu, þú stjórnar því með atkvæði en getur ekki breytt því.
 
Að elska er góð tilfinning. Við förum vel með þá sem við elskum. Ræktaðu ástarsamband við sjálfan þig.
 
Aðeins fyrirgefning getur heilað þennan heim. Ef þú getur ekki fyrirgefið þeim sem þú hatar og fyrirlítur; ertu hluti vandans.
 
Aðeins lýðræðissamræða grasrótar getur umbreytt samfélagi til betri vegar því þar breytist skoðun í afstöðu og þannig eru hin gömlu gildi endurmótuð og styrkt. Nýtt land mun aðeins verða til í virðingu, friðsemd og festu hinnar skapandi afstöðu.
 
Áður en ég fór í Ferlið hafði ég sífelldar áhyggjur af hvort ég liti rétt út. Núna hef ég gaman af að hitta fólk.
 
Áður en ég kynntist Ferlinu var ég alltaf að gera eitthvað sniðugt. Núna geri ég bara það sem veitir mér innblástur og gleði.
 
Allar þínar hugmyndir, eru annað hvort þín ímyndun, eða annarra ímyndun sem þú keyptir. Vel getur verið að fjöldinn sé vakandi, en illa dáleiddur.
 
Allt í veröld okkar er framleitt til þess að dáleiða okkur og halda okkur uppteknum og hálfsofandi. Allt.
 
Allt sem bindur þig í fjötraða hugsun bindur þig í óttann sem Djöfullinn tjóðrar andann með. Út frá því sjónarhorni er hægt að rökstyðja að heilög þrenning trúarbragðanna - eingyðistrú hebrea, kristinna og araba - séu fjötur frá djöflinum kominn.
 
Allt sem maðurinn gerir hefur gönguna í huganum, knúið af hjartanu. Þannig verður til umræðan, stofnanir, úrræðagjálfrið, og rest. Má ég mæla með sálheilun?
 
Allt sem mér hefur auðnast í lífinu, tengist öðru fólki.
 
Alltaf jafn gaman að sjá fagrar konur sýna innri fegurð.
 
Ást er eiginhagsmuna kraftur, drifinn áfram af sjálfselsku. Án sjálfsástar getur þú engan elskað, en þú getur yfirvarpað ástríðuhita girnda þinna (holdlegra, tilfinningalegra, andlegra) yfir á svið ástar en það mun ævinlega enda á skeri.
 
Atómisering samfélagsins er algjör, innihaldið skyndibitagubb.
 
Áttirðu erfitt sem barn? Varðstu fyrir ofbeldi í skóla eða heima? Hefurðu einhver vandamál? Hvað ætlarðu að gera í því? Halda áfram að væla?
 
Auðvitað er Ísland ekki ónýtt. Þjóðin er heldur ekki blind eða sofandi. Þjóðin er hins vegar dáleidd til að leggja „Lýðveldið Ísland“ að jöfnu við landið Ísland og hina Íslensku þjóð. En smjördallur er ekki smjör og brauð með smjöri er ekki smjör.
 
Auglýsingar fá þig ekki til að kaupa neitt. Sjónvarpsefni mótar ekki huga þinn. Fjarstýring er ekki gagnvirk, hún er ekki í báðar áttir. Enda heilinn í okkur ekki forritanlegur.
 
Bandaríska stjórnarskráin setti tón. Við semjum tónverk.
 
Best er að stjórna fólki sem heldur að það stjórni sér sjálft.
 
Besta leiðin til að geta fyrirgefið öðrum, er að geta fyrirgefið sjálfum sér. Hægt er að fyrirgefa sjálfum sér fyrir hvað sem er allt frá ofáti eða leti til stærri hluta. Að fyrirgefa öðrum frelsar hugsun og tilfinningar frá neikvæðni og fortíðarhyggju, sem um leið opnar leiðina til góðrar framtíðar.
 
Bestu stundirnar eru jú þegar orð eru óþörf? En fyrst þarf að tæma orðasjóðinn.
 
Bókin er læs.
 
Bylting gerir byltingarsegginn að sama dóna og þeim sem hann berst við. Til að skipta um kerfi þarf að yfirgefa kerfi og byggja nýtt.
 
Byltingar hafa ávallt étið börnin sín og þegar menn æða í að gera breytingar breytinganna vegna enda þeir ávallt með verra skrímsli en það sem vegið var. Íslendingar eru stærri þjóð en svo að þeir leggist svo lágt.
 
Dropinn holar steininn. Ég skal vera vatnið ef þú ert vindurinn. Saman erum við slagveður.
 
Dýpsta þrá mannssálar er sú að tilheyra.
 
Ef bæta þarf fjárhag lækna til að fá fleiri lækna, vil ég fleiri heilara.
 
Ef eignarréttur einstaklings ógnar hag þjóðar, er eignarréturinn rangur.
 
Ef ferðalagið er ekki þitt ferðalag, hvernig væri þá að beygja af, þig mun furða hverja þú hittir á Þínu.
 
Ef Lýðveldið væri byggt á vilja og valdi fólksins, þá þyrfti Lýðveldið ekki lögreglu, né heldur þyrfti hún vopn gegn lýðnum. Ef hins vegar sauðirnir í hjörðinni vakna til vitundar um þetta, þá mun elíta valdstjórnarinnar skelfast, því undirstaða hennar titrar. Sé veröld þessi byggð á ótta, vantrú og fyrirlitningu, mun elítan vígbúa lögregluna.
 
Ef til vill líkar þér ekki hvernig elítan „fer með samfélagið.“ Hún má þó eiga það að hún er að gera eitthvað, í stað þess að röfla bara og berja í potta.
 
Ef það sem þú gerir virkar ekki, gerðu þá eitthvað annað.
 
Ef þér líður illa í einveru, þá líkar þér ekki vel við sjálfa þig. Er ekkert við sjálfa þig sem þér þykir vænt um?
 
Ef þér líður illa og hefur samt heyrt fullt af góðum ráðum til heilunar, þá hefurðu ekki heyrt ráðin. Þú ert enn að gera eitthvað rangt.
 
Ef þú elur á reiði útaf fortíðinni, þá ertu þar. Framtíðin er mun áhugaverðari.
 
Ef þú ert ekki lausnin þá ertu hluti vandans. Sorrý.
 
Ef þú ert í liði með Guði - rétta guðinum - þá ertu í rétta liðinu. Þá skiptir engu hvaða meðölum þú beitir, því allt er hreinum hreint.
 
Ef þú flýtir þér á áfangastað, missir þú af ferðalaginu.
 
Ef þú hlýðir engum, hver stjórnar þér þá? Getur valdakerfi stjórnað þjóð sem engum hlýðir? Hvað með hugmynd sem er trúað? Hvað ef valdakerfi væri bara hugmynd? Streitistu þá gegn hugmynd eða hafnar hugmynd?
 
Ef þú sérð drukknandi mann sem heldur að hann sé syndur ... hvað gerirðu þá?
 
Ef þú spilar ekki með, þá er þér ekki stjórnað. Ef þú ekki hlýðir, þá er þér ekki stjórnað. Ef þú svarar engu, þá er þér ekki stjórnað. Ef þú gerir eitthvað nýtt, gættu þess að þáttakendur séu virkir.
 
Ef þú trúir þróunarkenningunni þá veistu að í lífheild jarðar, er mannkynið misheppnað hliðarspor í leit Alheimsins að nothæfri greind.
 
Ef þú værir elítan, myndirðu nákvæmlega engu breyta. Heldur skellihlæja. Þú veist hvers vegna.
 
Eftirfarandi er sönn kímni: Til er háskólamenntað fólk sem "trúir" að þyngri refsingar hafi fælingarmátt.
 
Ég er að leita að rofanum sem sem kveikir ljósið í heimskerfi haturs og ótta. Hann er til.
 
Ég er frjáls maður í frjálsu landi. Ég er Íslendingur. Ég bíð ekki eftir aðstæðum, ég bý þær til.
 
Ég er reiður, það er tilfinning
 
Ég get bara vökvað blómið, Guð sér um rest.
 
Ég minni fullorðna vini mína á að sinna sínu innra barni og setja skóinn út í glugga. Það gleður jólatröllin og styrkir trú barnanna þinna. Hananú.
 
Ég spurði EKKI hvað væri EKKI hægt
 
Ég var alinn upp við að skammast mín fyrir vaxtarlag mitt frá 10 ára aldri. Síðan hefur ekki liðið dagur án þess að líða illa yfir því. 45 ára lærði ég að treysta Ferlinu fyrir svona smámunum og nú er ég ánægður með líkama minn.
 
Ég var fyrst í þögn. Svo fór ég dýpra. Og varð kyrrð. Svo fór ég vítt, og varð hafið. Svo fann ég eitthvað annað og varð kyrrahafið. Nei, ég er endurómur hins eilífa tóms. Ég sit við fótskör þína, sem innblés tómið ástríðu lífsins, og gleði og ást. Ég er ekkert, skapari minn er allt.
 
Ég vil frekar vera fátækur á Íslandi en ríkur í útlöndum.
 
Eina ástæða þess að þú notar peninga er að þú trúir á gildi þeirra og þér finnst of leiðinlegt að lesa þér til um eðli bankakerfis og hvernig það stjórnar efnahagslífi til að vita að verðgildi prentaðra gjaldmiðla - og sleginna mynta - er nákvæmlega ekkert ef þú trúir ekki á það.
 
Eina þekkingin sem hefur merkingu er sú þekking sem þú hefur hert inn í sál þína, og því aðeins að hún sé hluti umbreytingar.
 
Einn daginn hættirðu að réttlæta og afsaka mistök þín og ágalla. Sama dag hættirðu að skilja hvers vegna aðrir eru fastir í réttlætingum, útskýringum og uppgerðar velsæld sem felur vanlíðan, dramakenndir, þröngsýni og skammsýni. Daginn eftir tekurðu eftir að kistillinn á herðum þínum er horfinn. Þá um kvöldið hættirðu að hjálpa öðrum að sjá þetta, og morguninn þar á eftir sérðu eyðimörkina*.
 
Einu sinni sagði góður maður að betra væri að hafa elskað og misst en aldrei hafa elskað neitt. Mér finnst það vera djúpur sannleikur. Hann merkir einnig að það sé betra að hafa reynt að láta draumana sína rætast, sama hversu fáránlegir þeir væru, frekar en aldrei að hafa lifað.
 
Ekki grúska í þeim sem styðja skoðun þína. Grúskaðu í þeim sem styrkja afstöðu þína. Umfram allt; leitaðu þeirra sem ekki leita sjálfs sín.
 
Ekki horfa á vandamálið, því það vex. Horfðu frekar á margar lausnir og hleyptu þeim til þín.
 
Embættamórar, Álbarónar, Virkjanatröll, Þingbjöllur, Kvótadurgar og Bankabjólfar, eiga landið okkar.
 
En ég er ekki lögfræðingur! Hættu þessu monti.
 
Enginn er garður án illgresis.
 
Er enginn að skilja að ríkishugmynd er hugmynd sem er trúað? Hvert fór fólkið sem fékk fría skólagöngu í áratug? Hvaða kvikbrúður voru skyldar eftir?
 
Er hægt að setja tilkynningahnapp um spillt stjórnskipulag?
 
Er lífið Orka? Er flæði í veröldinni? Er jákvæðni smitandi? Gæti verið - þegar við biðjum fyrir öðrum - að við aukum jákvæðni þeirra? Borgar sig að biðja fyrir vondu og neikvæðu fólki? Og líka fyrir öðrum yfirleitt?
 
Er lífinu þínu lifað - eða líður það bara áfram?
 
Ertu fórnarlamb eða stendurðu fyrir þínu?
 
Eru lögfræði elíturnar málaliðar auðmanna eða baráttumenn réttlætis, eða les ég of mikið á milli línanna?
 
Eyddu kröftum þínum í eitthvað áhugavert, svo þú verðir áhugaverð manneskja. Þannig mun áhugaverð manneskja finna þig.
 
Fáeinir neytendur eru búnir að fatta að þeir geta gerst neitendur. Kerfi sem þú ekki tekur þátt í, hrynur innan frá
 
Ferlið er einföld leið til að verða fitt bæði andlega og líkamlega
 
Finnst þér vanta innihald í kringum þig? Vertu innihald.
 
Flest ástarsambönd sem enda illa eiga tvo höfunda. Yfirleitt voru báðir höfundar að leita að frábærum meðhöfundi þegar sambandið hófst. Margir þessara höfunda endurtaka mistökin. Hinir endurskrifa sjálfa sig.
 
Fólk hefur ekki hugmynd um málstað, aðferðafræði, né innihald Þjóðveldis. Ef sýður uppúr eins og hlutir eru núna fer allt til fjandans því þeir sem munu leiða óróann eru sjálfir blindir egóistar. Eins og Jesú sagði „ef blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju.“ En meðan reiðipennarnir og ræðumenn hljóma betur ein hugsanir lýðsins mun lýðurinn fylgja þeim blindaður af bræði.
 
Fólk með vandamál er skemmtilegra fólk. Hver man eftir geðfellda fólkinu?
 
Fólk sem ekki hefur lesið stjórnarskràna sína ætti að þegja um stjórnmál að viðlögðum fésektum.
 
Fólk sem er sátt við líf sitt, veit hvað orðið innblástur táknar, en geta ekki útskýrt merkingu þess. Þeir brosa bara ef þeir heyra það.
 
Fólk sem er tengt tilgangi sálar sinnar þarf ekki staðfestingu þekkingar sinnar. Þá kemst það í sinn rétta örlagavef, sem herðir þekkinguna inn í sálina. Að trúa á guð - eða lífskraftirnn - er hjóm þar til hann trúir einnig á þig. Að leita guðs er lítils virði fái guð ekki að líta þig augum.
 
Fólk sem trúir á eitthvað sem er meira en það sjálft, og vinnur í því. Er aldrei óhamingjusamt. Nær allir sem eru óhamingjusamir, eru að vinna með eigið egó, sem er eins og hola sem aldrei fyllist.
 
Fyrir mörgum árum sagði mér ágætur drengur „ef þú ert í vafa skaltu skella þér á gay ball.“ Ég held að allir siðapostular og trúarkverúlantar ættu að fara á gay ball áður en þeir segja fólki hvað sé Guðs vilji.
 
Fyrra Þjóðveldið lifði í fjórar aldir. Menn og konur börðust fyrir að halda því í fjörutíu ára blóðugu borgarastríði á Sturlungaöld. Lýðveldið er sjötugt, og hverjir vilja berjast fyrir það?
 
Gjörðir mega orðum fylgja.
 
Gott sækir góða heim.
 
Hafi Íslenzka Lýðveldið - þetta sem þú trúir á - tilgang, hver er hann og hvar get ég flett honum upp? Hafi það hins vegar engan, hvers vegna stendur þjóðin þá með því og getur slíkur lýður haft tilgang með lífi sínu?
 
Haldið stillingu. Við berjumst ekki við skrýmsli. Við yfirgefum skrýmsli. Það sem er gert útlægt, visnar og deyr.
 
Hann sem hvergi má nefna mun rísa á ný, því innblástur hans lifir um aldir alda. Hvorn messíasinn er hér rætt um?
 
Hann: Ég er sko húsbóndi á mínu heimili. Hún : Taktu upp sokkana þína og settu þá í þvottakörfuna.
 
Hatursegð er nayðsynleg tjáningarfrelsi og hornsteinn framþróunar. Ég gæti hatað skoðanir þínar og sniðgengið þig fyrir þær, èg gæti rifist við þig um þær og jafnvel sturtað yfir þig svívirðingum. En sá sem dæmir þig til refsingar er hálfu verri.
 
Hefur iðulega storkað örlögunum ... og hvers vegna ekki, til þess eru þau.
 
Hefur það hvarflað að þér að skrýtna fólkið hafi valið skrýtnuna til að vera í friði fyrir mannöpum sem búa í hugarbúrum?
 
Hefur það sem þú gerir virkað hingað til? Ef ekki þá ertu að gera það rangt.
 
Heimskerfið er ekkert illt eða vont. Ég er aðferð kerfisins til að breyta sjálfu sér. Þess vegna er ég að taka til í eigin ranni og rækta garðinn minn.
 
Hér áður fyrr gat ég eytt heilu dögunum í að pæla í hlutum án þess að færast úr stað. Síðan ég lærði Ferlið, er ég að fljótari að sjá lausnir og koma mér að verki.
 
Hér kemur mjög byltingarkennd hugmynd (ekki fyrir viðkvæma): Þegar þú drepur einhvern eignastu örlög hans. Ef við framleiðum dýr í kjötverksmiðjum og borðum þau, eignumst við örlög þeirra? Verðum við sjálf hjól í stórri vél? Vél sem er skítsama um okkur, nema við höfum sjálf verðmiða?
 
Hindranir í lífinu kalla sumir erfiðleika. Í Ferlinu eru þær þrep í stiganum upp á við.
 
Hornsteinar hafa tilfinningar og vilja síður vera àsteytingarsteinar.
 
Hugmynd hvers tími er kominn, flýgur hraðar en auga festir, og verður aldrei rimluð.
 
Hugsanir eru eins og herbergi. Þú velur þér herbergið sem þú vilt vera í. Ef þú talar um fólkið sem meiddi þig, þá ertu í herberginu þeirra. Þegar þú iðkar reiði og eftirsjá, sérðu bara það fólk sem útvarpar slíkum bylgjum. Þú ert ekki *bara* Það sem þú hugsar, heldur laðar þú að þér veröld þeirra sem hugsa eins. Þannig velur þú þér vini eftir því sem þú vilt vera, og fyrsta skrefið eru hugsanir.
 
Hún: Hvernig stendur á því, alltaf þegar við þurfum að ræða málið, að þú snýrð bara uppá þig og ert með einhverjar bjánalegar athugasemdir? Hann: Má ég hringja í vin?
 
Hvað áttu daginn áður en þú deyrð?
 
Hvað viltu gera í lífinu? Ég vil semja mín hugverk en janframt vera tekinn alvarlega sem manneskja.
 
Hvað þarf marga lögfræðinga til að skipta um ljósaperu? Það kemur fram à reikningnum.
 
Hvaða helvítis væl er þetta. Lífið er töff. Þú ert líka töff. Ætlarðu að væla yfir því?
 
Hvernig vekurðu sofandi mann af svefngöngu? Leyfir honum að labba hvert sem hann vill!
 
Hvert fór þjóðin sem sigraði Þorskastríðin? Ef þú rekst á hana á flakki erlendis, viltu senda hana heim. Umskiptingarnir geta flutt til Noregs.
 
Hvort er meira virði fyrir jólin, að segja börnum sögur eða kaupa mikið af hlutum á hlaupum?
 
Í desember 2012 byrjaði nýtt upphaf. Þá lauk öld eigingirni, þrætuepla og svartsýni og ný öld víðsýni, bjartsýni og sköpunarkrafts hófst.
 
Í dimmri nóttinni heldurðu að Guð hafi gleymt þér - en þú ert enn lifandi er það ekki? Þú hefur enn hugsun og vit er það ekki?
 
Í dimmri nóttinni heldurðu að Guð hafi gleymt þér, en þú ert enn lifandi er það ekki? Þú hefur enn hugsun og vit er það ekki?
 
Í Ferlinu er nýr dagur gjöf og gærdagurinn eitthvað sem þakkað er fyrir.
 
Í Ferlinu gerir maður sitt besta og treystir tilverunni fyrir rest.
 
Í Ferlinu lendir maður ekki í erfiðleikum, heldur úrlausnarefnum, og finnur á þeim lausnir.
 
Í geðbiluðum heimi sem telur sig í lagi er eftirsóknarvert að vera talinn klikk.
 
Í hnotskurn virkar Ferlið þannig: Ef þú upplifir ógleði - eða vanlíðan - og losnar ekki við hana. Þá spyrðu þig hvað veldur - og skiptir svo um forrit. - - og það svínvirkar.
 
Í hvert einasta sinn sem þú kvartar yfir einhverju í lífinu kvartarðu yfir að lifa því. Um leið og þú sérð að allt sem gerist gefur þér valkost ferðu virkilega að njóta lífsins og þeirra sem lifa því með þér. Stundum eru þeir sem lifa því með þér meira virði en þeir sem þú óskar að lifi því með þér.
 
Í hvert sinn sem þú hugsar eitthvað, býrðu til nýja hugsun, skapar eitthvað. Hefur þú séð óskir rætast og hugsanir verða að veruleika? Getur neikvæð hugsun orðið að veruleika?
 
Í núinu hverfur egóið og sjálfið fæðist. Þar getur maður tengst upprunalegu sál alheimsins, frumkraftinum.
 
Í skoskum mýtum er talað um öskurtré (shrieking tree). Þá velur fjölskyldan eitt stakt tré, á afviknum stað. Þangað getur hver sem er farið og öskrað, grenjað, sótbölvað og ragnað, sparkað og klórað og slegið, eða bara verið pirr, í friði og fengið útrás. Þetta er auðvitað snilld til að allir í samfélagi geti viðhaldið brosinu - en samt fengið útrás í mesta sakleysi og góðum tilgangi.Yfirleitt þekkjast öskurtrén úr eftir nokkra áratugi. Stundum þegar ég verð þreyttur á yfirborðs jákvæðni fólks eða reiðigjóstri Netsins langar mig í öskurtré.
 
If draumar þínir neita að rætast - gætirðu orðið leiður. Ef þig dreymdi um það sem hefur ræst - gæti það gefið þér gleði?
 
Ísland er samsett úr Íslendingum, innfæddum og aðfluttum. Þeir eru margskonar.
 
Já ef þeir sjá eftir fortíðinni. En fortíð hefur þann eiginleika að bæði góða fortíðin og sú vonda er liðin. Mér finnst skipta mestu að ég endurtek hana ekki í dag, og vonandi ekki á morgun heldur.
 
Jákvætt viðhorf er í mínum huga eðli sannleikans. Að segja það sem ég meina, og standa við meiningu mína, að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér og vera óhræddur við sannleikann. Að virða þá sem eru mér ósammála og fá það endurgoldið. Því sannleikurinn getur verið sár en hann heilar einnig. Yfirborðsjákvæðni sem ekki þorir að standa með þessu er mér einskis virði. Margt bezta fólk sem ég hef kynnst á lífsleiðinni hefur sjaldnast verið þægilegt, en ávallt satt.
 
Jón Arason Biskup er forfaðir flestra núlifandi Íslendinga og margra Færeyinga. Hann var fyrsta sjálfstæðishetja landsins. Hver er betri sönnun fyrir heiðri, og fleiru góðu í fari þjóðar okkar. Þjóðar sem varð til úr afstöðu framar genum.
 
Kannski var óræður vilji á bak við að setja gott fólk á réttan stað á réttum tíma með rétta hæfileika ... Fátt er þó fegurra en að sjá mannveru hætta að réttlæta takmörk sín og rísa þess í stað upp úr þeim.
 
Kenndu fólki að trúa rétt og það hagar sér rétt.
 
Lífið er ljúft. Enda betra að lifa en ekki.
 
Lífið er oft flókið - að njóta þess er alltaf einfalt
 
Ljós lífsins fæst ekki keypt, aðeins tendrað og gefið.
 
Lýður sem ekki þekkir grunn sinn mun horfa á flóðið sem skolar sandinum undan sér og grenja à siðblinda fagurgjallanda að redda sér um borð á hripleka snekkjuna.
 
Margir trúa á réttlæti en finna það sjaldan. Ástæðan er sú að það réttlæti sem þér finnst þú verðskulda, innst inni, mun veitast þér.
 
Meðan allir rífast yfir því hvernig stjórnmálin haga sér, eða yfir einhverju öðru málefni líðandi stundar, eða sökkva sér í annað yfirlæti, tekur enginn eftir hverjir móta samfélag.
 
Meðan það hljómar gáfulegra en fólk hljomar í eigin eyrum þá er lyginni trúað - og lýgi sem er trúað er sannleikur.
 
Meginmiðlar teyma skrílinn í dáleiddri sjálfsréttlætingu meðan vaknandi smábrot er sundrað í sjálfsdáleiðslu sitjandi úti í runna að skoða skóginn, á meðan kurrandi englarnir tappa af sálunum djúsið.
 
Mig langar að hætta að skrifa um samfélagsmál og trú, og annaðhvort að byrja aftur að forrita tölvuforrit eða skrifa skáldsögur um kynlíf og glæpi. Verst að ég veit ekkert um kynlíf og það er ólöglegt að leita sér faglegrar aðstoðar. Alltaf sama ruglið í gangi.
 
Mig langar ekki að breyta heiminum, né heldur hef ég lýst því hvernig samfélag mig langi í. Hvorugt í boði.
 
Mig sundlar gagnvart greind þessa heims, sem getur útskýrt öll sár sín, útlistað allar grisjurnar sem þurfi til að plástra þau, og í svefni heldur áfram að skera ný, eins og læknir sem heimtar kauphækkun til að halda áfram að skrifa uppá pillur við einkennum. Verst er þó að gegn betri vitund tek ég þátt í vindadansinum.
 
Munurinn á Ræktinni og Ferlinu er sá að þú færð samviskubit yfir ónotaða kortinu í Ræktina. Í Ferlinu notarðu kortið.
 
Níu af hverjum tíu hefur vandamál eða hefur orðið fyrir neikvæðri reynslu. Tveir þeirra eru sífellt að kvarta yfir því eða lifa í þunglyndi. Hinir sjö gerðu eitthvað í málinu og eru frjálsir.
 
Nú veit ég akkuru samfélagið er í svo mikilli vanlíðan. Þegar við vorum krakkar vorum við öll neydd í kirkju á aðventunni. Guði sé lof að það verður brátt lagt af.
 
Ný hugmynd að lýðræði var stofnsett með viðhöfn sumarið 2013. Fylgjendum hefur fjölgað. Kerfi er hugmynd sem er trúað. Fleiri trúa á hugmynd Þjóðveldis í dag en hugmynd Lýðveldis. Trúir þú Lýðveldinu eða hlýðir því?
 
Næst þegar einhver gagnrýnir þig, svaraðu þá með „amma mín kenndi mér þetta.“ Ég lofa þér að gagnrýnin fellur um sjálfa sig eins go sprungin blaðra.
 
Oft er betra að segja minna og meina meira.
 
Ok, mér mistókst í dag, en það er ekki víst að mér mistakist á morgun.
 
Ósk er sú sem sameiginlega sprettur frá kjarna sálar þinnar í samhljómi við ósk örlaga þinna, þeirra er þú samdir með nornunum áður en þær hleyptu þér hingað inn í fylgd fylgju þinnar, en óskir egós þíns eru martröð girndar.
 
Pabbi minn dó úr þunglyndi 36 ára, sjálfur hef ég tvisvar verið hætt kominn. Síðan ég kynntist Ferlinu hefur hið arfgenga þunglyndi hætt að vera byrði.
 
Pikköpplína dagsins „viltu heilnudd með happy ending, eða bara happy ending?
 
Reiði rammar þig inni - gleði opnar allar dyr ...
 
Reiðigarg og þras er líka ofbeldi. Það sem við þurfum, og það sem Endurreist Þjóðveldi táknar, er virðingarfull samræða sem stefnir til skapandi hugsunar, samvinnu og samstöðu í jafnræði við heilbrigða* keppni. (* varðandi óheilbrigða kepnni vísa ég á viðtalið sem Eva María tók við Pál Skúlason heimspekigrúskara)
 
Réttlæti er ekki til né Sanngirni. Þú færð það réttlæti, og þá sanngirni, sem þú krefst og býst við í hjarta þínu.
 
Sá sem er neðar en þú í stiganum, gæti farið upp fyrir þig á morgun. Þú gætir líka hrunið niður. Tveir standa sterkar en einn.
 
Sá sem leitar út á við og tengist öðrum, en kann að nýta kyrrðina, lifir lífinu. Sá sem grúir sig í afþreyingu bíður dauðans.
 
Sagt er að vald spilli. Það er blekking. Vald dregur til sín þá sem hafa spillta sál. Til að sigra spillt vald, sniðgengur þú eigin hlýðni. Vertu vatnið sem smýgur, flóðið sem beljar, rigningin ljúfa sem gegnbleytir. Aðeins þægindasýki þín, er óvinur huga þíns
 
Samsærið er blekking sem dylur dàleleiðsluna. Að vekja mann af dáleiðslu er erfiðara en að lækna hiksta.
 
Sannleikur er fyrst raunverulegur sannleikur að þú hnýtir hann við vilja og trú. Þá fyrst getur þú staðið með honum og tekið afleiðingunum af falli hans.
 
Segja minna og meina meira.
 
Skoðanir annarra á þér ættu hvorki að breyta skoðun þinni á málefnum, né þér.
 
Stjórnar hugmyndin þér og fær hún að skapa eða stjórnar þú hugmyndinni og getur þú skapað?
 
Stjórnmálamenn komu okkur í vandann, og aðrir stjórnmálamenn juku hann, og enn aðrir stjórnmálamenn lofa ýmsu núna. Fávitarnir eru þeir sem enn trúa stjórnmálamönnum eftir 100 ár af sviknum kosningaloforðum. Þess vegna vil ég Þjoðveldi. Ég vil mitt héraðsþing þar sem ég á atkvæði ársjórðungslega. Á hverju vori kjósa minn alþingismann á mínu hérðsþingi. Ég vil alvöru lýðræði.
 
Sumir segja að konur í fitness og vöðvarækt séu grófar og karlmannlegar. Mér finnst þær sýna flottan árangur af mikilli vinnu. Svo má líka sjá tilhugalífið í skpandi ljósi: „Hæ sæta, viltu kom'í sjómann?“
 
Svona á lífið að vera, einfalt, skilvirkt, skemmtilegt.
 
Sættu þig við sársaukann, njóttu gleðinnar, eyddu eftirsjánni. Engu máli skiptir hvernig þú skrifar söguna þína. Þú mátt, ef þú vilt, skrifa hana í einni setningu þess vegna. Mestu skiptir að koma henni frá og hugsa aldrei um hana aftur.
 
Talaðu við fólk. Smíðaðu samræður. Hlustaðu og bregstu við. Ekki horfa á það sem er að eða þá sem lofuðu sviknum breytingum gegn bitlingum. Horfðu á það sem þú getur lagað í eigin krafti og bjóddu öðrum með. Leggðu imbakassann til hliðar í einn dag í viku og egóismann í annann. Þú átt samt fimm eftir í neyslu og doða.
 
today is YOUR day - don't spend it on nothing.
 
Trú stjórnar öllu þínu lífi, hvort heldur það er trú sem skilgreind er af trúarbrögðum, efnahagskerfum, stjórnmálakerfum eða öðrum hugmyndakerfum. Jafnvel lýðveldið sem þú tekur sem gefið er bara lausbeisluð hugmynd. Um leið og fólk missir trú á hugmyndina gufar hún upp.
 
Trú: 1. Guð er kærleikur. 2. Tilgangur lífsins er gleði. 3. Sýndu sjálfum þér áhuga og virðingu og þú færð það endurgoldið.
 
Trúðu - að lífið séð þess virði að lifa því.
 
Töpuð orrusta, er eitt lítið skref á leiðnni til sigurs í styrjöld.
 
Um leið og þú missir trú á drauminn þinn, missir þú trú á sjálfan þig. Þá ferðu að lifa annars fólks draumi, sem dreymir um að stjórna leynt og ljóst.
 
Um leið og þú missir trú á drauminn þinn, missir þú trú á sjálfan þig. Þá ferðu að lifa annars fólks draumi, sem dreymir um að stjórna leynt og ljóst.
 
Vald er eitthvað sem þú tekur. Til er tvenns konar vald. Umboðsvald og sjálfsvald. Án valds ertu þræll þeirrar hugsunar sem þú trúir.
 
Valdakerfi mun ávallt endurspegla hugarfar þeirra sem kerfið hvílir á og siðferðisvitund þeirra sem framkvæma það og heiður þeirra sem stjórna því. Þess vegna er eina leiðin til breytinga umbreyting hugarfars og aðferða í grasrótinni. Þú stjórnar ekki þjóð sem sniðgengur valdakerfi, né heldur mun sá maður dáleiðast sem iðkar virka samræðu. Sumir gagnrýna valdakerfið sem óviðbjargandi en svo er aðeins ef þjóðin sem það situr á er það einnig.
 
Var amma þín klár? Hvað fékk hún langa skólagöngu? Hvað þurfti hún mikið af þægindum og hvíld? Eða greiningarúrræðum?
 
Vegan er fólk sem ekki getur hugsað sér að dýr deyji til að verða fóður. Meirihluti þeirra halda kött eða hund eða bæði.
 
Venjan er sú að þú borgir fyrir vörur og þjónustu. Að þú fáir eitthvað í staðinn. Nú átt þú að borga fyrir að horfa á fjöll en mátt ekki borga fyrir að horfa á brjóst. Hélt að bæði væri náttúra. Lýðveldiselítan þín, þessi sama og þú hlýðir eins og tamin rotta, gerir það sem henni sýnist með þínu leyfi. Vissir þú að samkvæmt stjórnarskrá er bannað að þyngja refsidóma en samt er til stofnun á Íslandi sem hefur leyfi til að þyngja refsidóma og gerir það hiklaust.
 
Verðbólga er hugmynd. Vextir eru hugmynd. Peníngar eru hugmynd. Banki byggir á trú. Hugmynd sem þú trúir á er veruleiki. Trú sem þú ræktar, hún vex.
 
Vesturlandabúar hafa enga trú lengur, ekki á sjálfa sig, ekki á gildi eigin menningar, og þaðan af síður á eitthvað sjálfum sér meira. Þetta hafa Múslímar, hvort sem okkur líkar trú þeirra eða ekki. Hver sá sem lesið hefur mannkynssögu - eða grúskað í Nítjsé - veit að menning sem glatað hefur innihaldi sínu mun ekki standast hugarfarslega né ofbeldiskennda atlögu grófari menningar sem veit hvað hún stendur fyrir.
 
Við Íslendingar fengum að gjöf bezta land í heimi til að rækta hug, sál og hjarta. Við eigum tækifæri núna til að sýna í verki að við ræktuðum garðinn okkar; og breyta heimssögunni með sameinuðu átaki. Vegleg verðlaun í boði.
 
Við vitum öll að búið er að atómisera samfélagið en ekki hvers vegna, né hvar það hófst, og enn síður kunnum við að snúa við. Verst er að atómið vill ekki heilun, heldur fix.
 
Vil frekar finna til og vera lifandi en vera dofinn og eiga allt
 
Vilji er kraftur lífsins til að endurmóta sjálft sig, því jákvæðari vilji því kraftmeira líf.
 
Vilji er það sem skapaði heiminn; vilji til lífs og gleði og vilji til sköpunar. Ef þú ert ekki að rækta þetta fernt, ert þú dáleiddur og stýrður sauður.
 
Vinna með það sem þér tilheyrir. Velja á réttan hátt: Hægagangur er góður.
 
Viskubrunnarnir eru sjaldan vitrari en hinir fávitarnir. Þeir hafa bara lært af fleiri mistökum. Gerðu mistök og mikið af þeim. Snilldin er að gera ný en ekki endurtekin.
 
Vondi tvíburinn sagði, fólk er fífl. Góði tvíburinn svaraði, fólk er fyndið. Svo sáu þeir að fátt er jafn fyndið og blint fífl sem heldur að það sjái.
 
Öll sönn verðmæti sem ég hef öðlast, hafa tengst öðrum.
 
Öll veröldin eins og hún leggur sig er eins og þú heldur að hún sé
 
Það er ástæða fyrir því að meginstraumar kennslu og samtímamála bæla hugtakið Satyagraha. Sárafáir vita hvað það merkir eða hvernig það er nýtt, en þó er dramakennt kallað eftir ávöxtum þess hvarvetna í samtímanum. Því miður fyrir marga viturhana krefst hugtakið þess að sagan um Litlu gulu hænuna hafi skilað sér.
 
Það er langt á milli ímyndunar og veruleika - en vegurinn heitir sköpun.
 
Það er verið að meðhöndla þjóðina eins og ódýran bústofn. Því miður tekur þjóðin þátt í því.
 
Það eru milljónir manna og kvenna á þessari stundu að berjast fyrir andlegum markmiðum, betrun heimsins og vakningu til betra samfélags. Að sitja heima og matast á afþreyingu en vera einmana og vansæll um leið merkir bara eitt: þú ert ekki að slást í hópinn. Ferlið er ein leið til að slást markvist í þennan hóp og eiga raunverulegan þátt í að skapa eigin hamingju og stuðla að hamingju annarra.
 
Það réttlæti, eða sanngirni, sem innst inni þér finnst þú verðskulda – mun líklega hlutnast þér?
 
Það segir allt um hugsun samtímans að 80% þjóðarinnar fór með trúarjátningu fyrir gjafirnar og man ekki meira en fyrstu setninguna.
 
Það skiptir engu máli hvað þú veist eða hvað þú skilur. Enn minna máli skiptir hvað þú röflar um. Því frá skoðun til afstöðu er heljarmikið gil og skoðanir breyta hvorki heiminum til betri vegar né verri. Þetta veit skuggavaldið og það elskar að tosa í spottana sem þú nennir ekki að rekja með afstöðu þinni. ~Endurreist Þjóðveldi
 
Það versta við heimspekinga, eftir því sem þeir verða færari í bullinu, að þeir geta sannfært sjálfa sig um ágæti eigin vitleysu. Sjálfsáminning um að tilbiðja ekki skurðgoð eigin hugmynda.
 
Þar sem er vilji, þar er vegur.
 
Þegar ég fæddist liður örfáar sekúndur: Svo öskraði ég eins og ég ætti lífið að leysa. Svo var einnig um þig. Svo kom uppeldi sem kenndi mér að þegja, vera stilltur, lifa eftir formúlum annarra. En hver á dagana sem eftir eru minnar ævi? Á ég að þegja til að falla í mynstrið eða láta fyrir mér fara frá byrjun til enda?
 
Þegar ég kynntist Ferlinu var ég þjakaður af þunglyndi en sigraðist á því með einföldum aðferðum.
 
Þegar ég var sex ára vaknaði áhugi minn á draumum og þegar ég var átta ára vaknaði áhugi minn á trú. Þegar ég var þrettán vaknaði áhugi minn á sögu og þegar ég var fjórtán fyrir yfirborðsþekkingu á vísindum. Tíu árum síðar rann þetta allt í farveg heimspeki og tuttugu árum síðar sá ég að ferðalagið var varla hafið. Er ég Kristinn? Líklega. Er ég gyðingtrúar? Aldrei að vita. Er ég Zaraþústri? Gæti verið. Er ég Hopía? Mætti vera. Er ég Múslimi? Hugsanlega. Þetta eru allt greinar eingyðis trúarinnar. Ég er eingyðis trúar, og leitandi. Ég hafna milliliðum og skurðgoðum.
 
Þegar líf mitt hrundi, þá hafði ég trúað því um sinn að það myndi hrynja.
 
Þegar ljóti andarunginn hélt að hann væri önd ...
 
Þegar lýginni er trúað, verður hún sannleikur.
 
Þegar þú býrð í stofufangelsi árum saman, og getur þig lítið hreyft er mikilvægt að hafa nóg að gera, manni leiðist ekki á meðan.
 
Þegar þú fórnar einhverju dýrmætu vegna vináttu, öðlast andi þinn og sál jafn mikið vægi.
 
Þegar þú glímir við skrímsli verður þú samdauna skrímsli. Hvers vegna er svo erfitt að stíga út úr reiðinni og verða eldspúandi hraðfleygur dreki? Við hljótum að geta fundið rofann, sem samfélag? Við erum meira en það sem umræðan birtir, það hlýtur að vera.
 
Þegar þú losnar við hugmyndir annarra um hvernig lifa skal lífinu, byrjarðu bæði að njóta þess og lifa því.
 
Þeir sem eru í samsærinu, trúa sjálfir á hugmyndir sínar. Því er ekkert samsæri, heldur hverju menn trúa og hvers hagsmuna þeir gæta, og af hvaða hugamynstri þeir eru. Þeir eru þannig fórnarlömb eigin hugmynda.
 
Þeir sem faðirinn leitar að, eru þeir sem taka afstöðu með sál sinni. Mundu að munur er á skoðun og afstöðu. Því var eitt sinn líkt við kaðal og nálarauga. Hver slíkur er á við þúsund tvinna.
 
Þetta er bara þér ætlað. Því sumt fólk minnir mann á að veröldin er fullkomin eins og hún er.
 
Þetta er uppáhalds tilvitnunin mín. Fólk gefur mér ótrúlega oft ástæðu til að rifja hana upp. Carol Connelly: Do you have any control over how creepy you allow yourself to get? Melvin Udall: Yes I do, as a matter of fact. And to prove it, I have not gotten personal, and you have. ~As good as it gets
 
Þetta reddast varla ef þú efast um það.
 
Þjóðin mun sjálf laga spillinguna þegar hún hættir að öfunda þá sem sitja við kjötkatlana.
 
Þjónar Rothschilds klikunnar rúnka sér á þjóðinni meðan þjóðin sofnar fyrir imbakassanum bíðandi þess að einhver reisi sig upp; blind fyrir að hún á að reisa sig upp sjálf.
 
Þó tilgangur alheimsins sé lífsgleði og sköpunarefnið sé ást, þá er ekki þar með sagt að nauðsynlegt sé að lifa tilgangslitlu lífi í eftirsókn eftir vindi. En ef það gerir þig að glöðu egói, vertu þá rokið.
 
Þú átt bara visst marga daga, hve mörgum þeirra viltu eyða í hugmyndir annarra?
 
Þú bjargar ekki sökkvandi skipi í stormi. Þú hendist í bátana, kemur þér í land, og smíðar svo betra skip.
 
Þú ert uppáhalds vinur minn, þú ert rúsínan í pulsuendanum. Án þín væri veröldin ekki eins falleg og hún er.
 
Þú finnur hamingjuna, frelsið, styrk og jákvæðni streymir um þig. En ef þú stendur fyrir ekkert, verður þú að lokum ekkert. Og þeir sem standa fyrir ekkert, gefa ekkert af sér, og styrkja engan nema sjálfa sig.
 
Þú finnur meiri lykt þegar þú ert svangur, líka hundur. Þú finnur lykt af pizzu, hundurinn finnur lykt af efnunum í henni.
 
Þú getur fengið vöðvabólgu eða bólgur í liðamót. Sálin getur líka fengið bólgur. Hvernig meðhöndlar þú bólgur?
 
Þú hefur getuna til að láta drauma þína rætast. Sinntu þeim, settu sjálfan þig í fyrsta sæti. Ekki gefa neitt eftir. Enginn gefur neitt eftir þ. vegna. Varðveittu áhugamál þín. Varðveittu áhuga á öðrum. Þakkaðu fyrir fólkið sem hefur þroskað þig.
 
Þú hefur það sem þú hefur, og það er gott sem þú hefur.
 
Þögn er sama og samþykki: Ef þú stendur ekki gegn ofríki valdakerfis þá stendurðu með því.
 
Þörfin til að vera tekinn alvarlega og geta samtímis verið trúr sinni sannfæringu er aðall hvers manns.
 

 

 

 

 

 

Frontpage | New quote | Login | List | Authors