Quote by Guðjón E. Hreinberg

Tilvitnun eftir Guðjón E. Hreinberg

Í skoskum mýtum er talað um öskurtré (shrieking tree). Þá velur fjölskyldan eitt stakt tré, á afviknum stað. Þangað getur hver sem er farið og öskrað, grenjað, sótbölvað og ragnað, sparkað og klórað og slegið, eða bara verið pirr, í friði og fengið útrás. Þetta er auðvitað snilld til að allir í samfélagi geti viðhaldið brosinu - en samt fengið útrás í mesta sakleysi og góðum tilgangi.Yfirleitt þekkjast öskurtrén úr eftir nokkra áratugi. Stundum þegar ég verð þreyttur á yfirborðs jákvæðni fólks eða reiðigjóstri Netsins langar mig í öskurtré.

← 1082 1083 1087 →